Fróðleikur

Hvað er ?

Hér getur þú fengið svör við ýmsum spurningum tengdum gleraugum, sólgleraugum, linsum o.s.frv. Ef þú hefur einhverjar spurningar til okkar getur þú sent okkur fyrirspurn á sjon@sjon.is

Hvað er nærsýni og fjærsýni?

Sá sem er nærsýnn sér vel það sem er honum nær en illa það sem er fjær. Sá sem er fjærsýnn sér vel það sem er honum fjær en illa það sem er nær.

Hvað er pd-mæling?

Alltaf þegar ný gleraugu eru keypt er tekin svokölluð pd mæling. Mælingin er notuð til þess að mæla fjarðlægðina á milli augasteina fólks. Þessa mælingu notum við svo til þess að sérsmíða gleraugun fyrir hvern og einn þar sem sjónpunktur er á réttum stað fyrir viðkomandi.

Hvað er sjónmæling?

Hjá okkur getur þú komið í sjónmælingu og fengið allar þær mælingar sem nauðsynlegar eru við gleraugnasmíði. Við mælum sph, cylender (sjónskekkju) og allt annað sem viðkemur sérsmíði á gleraugum.

Hvað er sph?

sph er sú tala sem segir þér hver styrkleikur sjónar þinnar er.

Hvað er cyl?

cylender er sú tala sem tilgreinir styrkleika sjónskekkju.